Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 16:03:47 (2117)

1995-12-18 16:03:47# 120. lþ. 69.2 fundur 147. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjárhæðir, sérstakur tekjuskattur, frádráttur lífeyrisþega o.fl.) frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[16:03]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Virðulegi forseti. Þessi ríkisstjórn vegur að öldruðum úr mörgum áttum. Hér er verið að afnema að fullu þann skattafslátt sem Alþingi samþykkti fyrir ári síðan að veita ellilífeyrisþegum, sem var í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þá um að jafna kjörin í landinu og þá áherslu sjálfstæðismanna að afnema tvísköttun á lífeyri aldraða. Þessi skattafsláttur gæti numið, ef hann hefði fengið að haldast, um 22--82 þús. kr. á ári, miðað við meðallífeyri hjá ellilífeyrisþegum í SAL-sjóðunum og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þetta er ein af mörgum atlögum ríkisstjórnarinnar nú að öldruðum og sennilega ein sú versta. Ég segi nei.