Lögskráning sjómanna

Mánudaginn 18. desember 1995, kl. 16:48:45 (2133)

1995-12-18 16:48:45# 120. lþ. 69.4 fundur 253. mál: #A lögskráning sjómanna# (öryggisfræðsla) frv., samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur


[16:48]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Í gildandi lögum er kveðið á um það að yfirmenn eða skipstjórnarmenn skulu hafa hlotið öryggisfræðslu í Slysavarnaskóla sjómanna eða með öðrum sambærilegum hætti eigi síðar en 31. desember 1995 til þess að fá lögskráningu. Nú hefur komið í ljós að ýmsir skipstjórnarmenn hafa ekki fengið þessa fræðslu og er því nauðsynlegt að lengja aðlögunartíma til hins 31. desember 1996 til þess að flotinn geti farið óhindrað út eftir áramótin.

Ég legg áherslu á það, herra forseti, að þetta frv. nái fram að ganga nú fyrir jól og legg til að því verði vísað til 2. umr. og samgn.