Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:15:23 (2302)

1995-12-21 11:15:23# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:15]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Nú er verið að ræða um brtt. við grein sem í felst ákveðin stefnubreyting. Verið er að rjúfa tengsl milli eðlilegs samhengis launa og bóta. Brtt. er vissulega til bóta en stefnan er lögfest eftir sem áður og hún gildir út árið 1997, þrátt fyrir að taka á tillit til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þar að auki lít ég svo á að ekki sé tryggt að þær breytingar sem verða á launum á næsta ári, m.a. desemberuppbót, skili sér til bótaþega fyrr en eftir á. Þannig felst í þessu ákveðin breyting þó að ríkisstjórnin hafi vissulega komið til móts við þau sjónarmið sem stjórnarandstaðan setti fram. Því kýs ég að greiða ekki atkvæði með þessari tillögu.