Ráðstafanir í ríkisfjármálum

Fimmtudaginn 21. desember 1995, kl. 11:37:51 (2310)

1995-12-21 11:37:51# 120. lþ. 74.4 fundur 225. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum# (breyting ýmissa laga) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur


[11:37]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi ber að fagna víðtækri samstöðu allra flokka gegn einkavinavæðingu sem er að nást hér í salnum. En í annan stað verð ég, því miður, að viðurkenna að það er með nokkrum trega að þessi grein er felld út vegna þess að það þýðir væntanlega að þar með kemur hún ekki aftur til meðferðar á þessu þingi. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir því að lagagrein sem hefur verið felld brott komi á ný til meðferðar á sama þingi. Það væri mjög sérkennilegt og ég held að þarna stöndum við frammi fyrir mjög flóknu þingtæknilegu verkefni. Ég tel því fulla ástæðu til þess að sakna niðurstöðunnar út af fyrir sig vegna þess að verið er að hafna málinu, sem þó hefur verið flutt á sérstöku þingskjali, ég vek athygli á því.