1995-12-22 03:34:31# 120. lþ. 76.6 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur


[27:34]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. heilbrrh. svörin, þótt ekki kæmu fram í máli hennar neinar lausnir á þeim vandamálum sem blasa hér við á næsta ári. Ég vil hins vegar benda á að sú stefna að hagræða innan heilbrigðiskerfisins er komin á enda. Það er alveg rétt sem hæstv. ráðherra segir, við verðum að skoða forgangsröðun innan þessa kerfis. En ég bendi einnig á það óöryggi sem hefur skapast í þessum málaflokki núna á haustdögum og í kringum fjárlagafrv., óöryggi sem kemur fram í vanlíðan sjúklinga, starfsfólks og allra sem koma að þessu máli. Ég held að það geti orðið verðugt verkefni og sameiginlegt verkefni margra aðila að reyna að vinna að þessum málum. Það ætti að vera óþarfi að skiptast sífellt í pólitískar fylkingar um þennan mikilvæga málaflokk sem varðar þá þætti sem eru hverjum manni dýrmætastir.