Fundargerð 120. þingi, 78. fundi, boðaður 1995-12-22 23:59, stóð 13:17:43 til 17:14:27 gert 26 15:21
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

78. FUNDUR

föstudaginn 22. des.,

að loknum 77. fundi.

Dagskrá:

[13:20]

Útbýting þingskjals:


Afbrigði um dagskrármál.

[13:20]


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í flugráð, allra til fjögurra ára, frá 1. janúar 1996 til ársloka 1999, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 1. gr. laga nr. 119 28. des. 1950, um stjórn flugmála.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Árni Johnsen alþm. (A),

Karvel Pálmason, fyrrv. alþm. (B),

Gunnar Hilmarsson framkvstj. (A).

Varamenn:

Guðmundur Hallvarðsson alþm. (A),

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrv. alþm. (B),

Ólafur Örn Haraldsson alþm. (A).


Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í stjórn Grænlandssjóðs til þriggja ára, frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1998, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 6. gr. laga nr. 102 31. desember 1980, um Grænlandssjóð.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Árni Johnsen alþm. (A),

Hrönn Hrafnsdóttir viðskiptafræðingur (B),

Haraldur Ólafsson dósent (A),

Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur (A),

Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur (B).

Varamenn:

Jóhanna Vilhjálmsdóttir nemi (A),

Danfríður Skarphéðinsdóttir kennari (B),

Anna Jensdóttir kennari (A),

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur (A),

Gestur Gestsson stjórnmálafræðingur (B).


Kosning fjögurra manna og jafnmargra varamanna í stjórnarnefnd ríkisspítalanna til fjögurra ára, frá 20. desember 1995, skv. 30. gr. laga nr. 97 28. desember 1990, um heilbrigðisþjónustu.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Thomas Möller hagverkfræðingur (A),

Guðrún Árnadóttir meinatæknir (B),

Unnur Stefánsdóttir leikskólakennari (A),

Lára Margrét Ragnarsdóttir alþm. (A).

Varamenn:

Þór Sigfússon hagfræðingur (A),

Margrét Frímannsdóttir alþm. (B),

Siv Friðleifsdóttir alþm. (A),

Kristján Pálsson alþm. (A).


Kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 13 1987, um umboðsmann Alþingis, til fjögurra ára, frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1999.

Gengið var til kosningar. Atkvæði féllu þannig að Gaukur Jörundsson hlaut 45 atkvæði.

Jón Oddsson lögfræðingur hlaut eitt atkvæði, auðir seðlar voru þrír.


Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar til tveggja ára, frá 1. janúar 1996 til 31. desember 1997, skv. ályktun Alþingis 24. ágúst 1881, um reglur um Gjöf Jóns Sigurðssonar, sbr. ályktanir Alþingis 6. maí 1911 og 29. apríl 1974, um breytingar á henni.

Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:

Sigurður Líndal prófessor (A),

Sigþrúður Gunnarsdóttir háskólanemi (B),

Magdalena Sigurðardóttir skólafulltrúi (A).

Varamenn:

Brynhildur Ragnarsdóttir fulltrúi (A),

Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjumaður (B),

Ólafía Ingólfsdóttir skrifstofumaður (A).


Kosning eins fulltrúa í Norðurlandaráð í stað Hjörleifs Guttormssonar og eins varafulltrúa í stað Steingríms J. Sigfússonar. Kosningin gildir þar til ný kosning hefur farið fram.

Fram kom einn listi sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmaður:

Steingrímur J. Sigfússon.

Varamaður:

Bryndís Hlöðversdóttir.


Kosning eins fulltrúa í Vestnorræna þingmannaráðið í stað Steingríms J. Sigfússonar og eins varafulltrúa í stað Svavars Gestssonar. Kosningin gildir þar til ný kosning hefur farið fram á þessu þingi.

Fram kom einn listi sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmaður:

Svavar Gestsson.

Varamaður:

Kristinn H. Gunnarsson.


Frestun á fundum Alþingis, ein umr.

Stjtill., 268. mál. --- Þskj. 496.

[13:34]

[13:34]

Till. afgr. sem ályktun Alþingis (þskj. 501).


Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 3. umr.

Frv. efh.- og viðskn., 263. mál (starfsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur). --- Þskj. 470.

Enginn tók til máls.

[13:35]

Frv. afgr. sem lög frá Alþingi (þskj. 502).


Jólakveðjur.

[13:35]

Forseti óskaði þingmönnum og starfsliði Alþingis gleðilegra jóla og farsæls árs. Svavar Gestsson, 8. þm. Reykv., þakkaði fyrir hönd þingmanna og óskaði forseta gleðilegs árs.


Þingfrestun.

[13:40]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las upp forsetabréf um að þingi væri frestað til 30. janúar 1996.

Fundi slitið kl. 13:41.

---------------