Fundargerð 120. þingi, 115. fundi, boðaður 1996-04-10 13:30, stóð 13:29:58 til 18:58:12 gert 10 19:1
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

115. FUNDUR

miðvikudaginn 10. apríl,

kl. 1.30 miðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:

Lagt fram á lestrarsal:


Framhald á fundum Alþingis.

[13:32]

Forseti bauð þingmenn velkomna eftir hlé og gerði nokkra grein fyrir þingstörfum fram á vor.


Minning Friðjóns Skarphéðinssonar.

[13:34]

Forseti minntist Friðjóns Skarphéðinssonar, fyrrv. alþingismanns, sem lést 31. mars sl.


Varamenn taka þingsæti.

[13:38]

Forseti las eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Framsfl. í Austurl., Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri, Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni. Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl.``

,,Í samræmi við ákvörðun mína um framboð til embættis forseta Íslands óska ég hér með eftir því að varamaður minn, Sigríður Jóhannesdóttir kennari, taki sæti á Alþingi og jafnframt verði mér ekki greidd laun frá Alþingi.

Með vinsemd og virðingu, Ólafur Ragnar Grímsson.``


Rannsókn kjörbréfs.

Forseti las eftirfarandi bréf:

,,Þar sem Margrét Frímannsdóttir, 5. þm. Suðurl., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 3. varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurlandskjördæmi, Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjubóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru hennar en 1. varaþingmaður og 2. varaþingmaður flokksins eru forfallaðir.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Svavar Gestsson,

formaður þingflokks Alþb. og óháðra.``

,,Vestmannaeyjum, 8. apríl, 1996.

Ég undirritaður varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurl. get því miður ekki tekið sæti Margrétar Frímannsdóttur, 5. þm. Suðurl., í fjarveru hennar nú. Ástæður þess eru annir í starfi mínu.

Virðingarfyllst, Ragnar Óskarsson.``

,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Margrétar Frímannsdóttur, 5. þm. Suðurl., á Alþingi sem 2. varaþingmaður Alþb. og óháðra í Suðurl.

Virðingarfyllst, Guðmundur Lárusson.``

[13:41]

[13:43]

Útbýting þingskjala:


Fjarskipti, 1. umr.

Stjfrv., 408. mál (meðferð einkaréttar ríkisins). --- Þskj. 722.

[13:47]

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.


Iðnaðarlög, 1. umr.

Stjfrv., 405. mál (EES-reglur). --- Þskj. 711.

[15:04]

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.


Reynslusveitarfélög, 1. umr.

Stjfrv., 390. mál (félagslegar íbúðir, atvinnuleysistryggingar). --- Þskj. 685.

[15:34]

[Fundarhlé. --- 16:03]

[18:03]

[18:03]

Útbýting þingskjala:

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.

Út af dagskrá voru tekin 5. og 7. mál.

Fundi slitið kl. 18:58.

---------------