Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 7 . mál.


7. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um samræmd próf.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hverjar eru ástæður þess að vorið 1995 tóku einungis 95,5% nemenda á landinu öllu samræmt próf í stærðfræði, 95,6% í íslensku, 94,6% í dönsku og 95,4% í ensku?
    Hvernig skiptust þeir nemendur, sem ekki tóku samræmt próf, á milli fræðsluumdæma vorið 1993, 1994 og 1995 samkvæmt lögheimilum viðkomandi?


Skriflegt svar óskast.