Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 203 . mál.


260. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um orkufreka iðnaðarkosti.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvaða nýir orkufrekir kostir í iðnaði eða viðbætur við starfandi fyrirtæki eru nú eða hafa að undanförnu verið til athugunar hjá iðnaðarráðuneytinu eða öðrum aðilum í samvinnu við ráðuneytið?
    Hvar er gert ráð fyrir að staðsetja þau fyrirtæki sem til greina koma?
    Hver er áformuð framleiðslugeta umræddra fyrirtækja?
    Hver er orkuþörf nefndra iðnaðarkosta á ári?
    Hvernig er ráðgert að afla orku til þessara iðnaðarkosta, sundurliðað eftir afhendingu til einstakra fyrirtækja eða virkjanaröð eftir því sem við getur átt?
    Hvaða athuganir á umhverfisáhrifum nefndra iðnaðarkosta sem og virkjana er þeim tengjast hafa þegar farið fram og hverju er ólokið í því efni að mati stjórnvalda?


Skriflegt svar óskast.