Ferill 277. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 277 . mál.


513. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um gjaldtöku og skattlagningu skulda einstaklinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hverjar voru árlegar innheimtar tekjur ríkissjóðs sl. þrjú ár af gjaldtöku og skattlagningu skulda einstaklinga, sundurliðaðar samkvæmt eftirfarandi:
    stimpilgjöldum af skuldabréfum og víxlum annars vegar og fjárnámsendurritum hins vegar,
    þinglýsingargjöldum af skuldabréfum, víxlum og fjárnámsendurritum,
    gjöldum af fjárnámi og nauðungarsölu,
    virðisaukaskatti af gjaldtöku lögmanna hjá skuldurum í innheimtumálum?
    Óskað er eftir að fram komi fjöldi gjaldenda undir hverjum staflið fyrir sig.


Skriflegt svar óskast.