Ferill 367. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 367 . mál.


754. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um innflutning dýra, nr. 54/1990.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu.
    Frumvarpið var lagt fram þar sem í ljós hefur komið að í lögum um innflutning dýra skortir ótvíræða heimild til gjaldtöku vegna vistunar dýra í einangrunarstöðinni í Hrísey. Í nefndinni var lögð rík áhersla á að gjöldin yrðu ekki hærri en þörf krefði.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Hjálmar Jónsson, Magnús Stefánsson og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. mars 1996.



Guðni Ágústsson,

Egill Jónsson.

Árni M. Mathiesen.


form., frsm.



Guðjón Guðmundsson.

Ágúst Einarsson.

Margrét Frímannsdóttir.