Ferill 454. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 454 . mál.


787. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um innheimtu opinberra gjalda.

Frá Tómasi Inga Olrich.



    Hver er að mati ráðherra ábyrgur fyrir þeirri innheimtuaðgerð að gera einum eiganda af mörgum að standa skil á heildarskipulagsgjaldi fyrir sameign án þess að sérstakar lagaheimildir standi til slíkrar innheimtu opinbers gjalds?
    Telur ráðherra eðlilegt og sanngjarnt að einn aðili sé gerður ábyrgur fyrir greiðslu opinberra gjalda af sameign? Ef svo er, í samræmi við hvaða sanngirnis- eða jafnræðisreglu telur hann rétt að velja slíkan aðila?
    Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að bannað verði með lögum að krefja einn eiganda um heildargreiðslu opinbers gjalda af sameign?