Ferill 154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 154 . mál.


826. Breytingartillögur



við frv. til l. um tæknifrjóvgun.

Frá 1. minni hluta allsherjarnefndar (GGuðbj).



    Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Tæknifrjóvgun má því aðeins framkvæma að:
         
    
    væntanlegir foreldrar, sem biðja um aðgerðina, hafi samþykkt viðkomandi aðgerð skriflega og við votta,
         
    
    aldur væntanlegra foreldra megi teljast eðlilegur, m.a. með tilliti til velferðar barnsins á uppvaxtarárum,
         
    
    andleg og líkamleg heilsa og félagslegar aðstæður væntanlegra foreldra séu góðar,
         
    
    að læknisfræðileg eða félagsleg rök fyrir aðgerðinni séu fullnægjandi að mati faglegra ráðgjafa og læknis.
                  Áður en tæknifrjóvgun fer fram og samþykki skv. a-lið 1. mgr. er veitt skal gefa viðkomandi upplýsingar um meðferðina og þau læknisfræðilegu, félagslegu og lögfræðilegu áhrif sem hún kann að hafa.
                  Læknir ákveður hvort tæknifrjóvgun fer fram. Synjun má kæra til landlæknis sem sendir kæruna tafarlaust til meðferðar sérstakrar nefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára. Í nefndinni skulu eiga sæti þrír fulltrúar og jafnmargir til vara, einn lögfræðingur, einn læknir og einn félagsráðgjafi. Ákvörðun nefndarinnar er endanleg.
                  Ráðherra setur nánari reglur um framkvæmd ákvæðis þessa, m.a. um heimild til að leita umsagnar barnaverndarnefndar um félagslegar aðstæður þeirra sem æskja tæknifrjóvgunar.
    Við 4. gr. Í stað 2. og 3. mgr. komi þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Óski þiggjandi gjafakynfrumu eftir því að barnið, sem til verður, eigi möguleika á að fá vitneskju um líffræðilegt faðerni eða móðerni sitt við 18 ára aldur skal stofnunin varðveita upplýsingar um gjafann í sérstakri skrá. Verði til barn vegna kynfrumugjafarinnar skal varðveita upplýsingar um það og foreldrana sem fengu gjafakynfrumurnar í sömu skrá.
                  Barnið, sem til verður vegna kynfrumugjafar þegar þiggjandi óskar ekki eftir nafnleynd, getur er það nær 18 ára aldri óskað eftir aðgangi að skrá skv. 2. mgr. til að fá upplýsingar um nafn gjafans. Nú fær barn upplýsingar um kynfrumugjafa hjá stofnuninni og ber henni þá eins fljótt og auðið er að tilkynna honum um upplýsingagjöfina.
                  Óski þiggjandi gjafakynfrumu eftir nafnleynd er heilbrigðisstarfsfólki skylt að tryggja að hún verði virt. Í þeim tilvikum má hvorki veita gjafa upplýsingar um þiggjanda gjafakynfrumunnar eða um barnið sem til verður né veita þiggjandanum eða barninu upplýsingar um gjafann.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  Tæknisæðingu með gjafasæði má því aðeins framkvæma að frjósemi karlmannsins sé skert, hann haldinn alvarlegum erfðasjúkdómi eða aðrar læknisfræðilegar eða félagslegar ástæður mæli með notkun gjafasæðis.
    Við 6. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Glasafrjóvgun má því aðeins framkvæma að notðaðar séu kynfrumur væntanlegra foreldra. Þó skal heimilt að nota gjafakynfrumur ef frjósemi karlsins eða konunnar er skert, annað þeirra haldið alvarlegum erfðasjúkdómi eða aðrar læknisfræðilegar eða félagslegar ástæður mæla með notkun gjafakynfrumna.