Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 525 . mál.


977. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um forsendur vistvænna landbúnaðarafurða.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvað veldur því að ástand bithaga er ekki ein af forsendum gæðakrafna um „vistvænar landbúnaðarafurðir“ samkvæmt reglugerð nr. 89, um sértækt gæðastýrða íslenska landbúnaðarframleiðslu, frá 29. janúar 1996?
    Er ráðherra reiðubúinn að breyta reglugerðinni þannig að tryggt verði að afurðir eins og kindakjöt sem fær vottun um að vera vistvænt séu ekki framleiddar á ofbeittu landi?





























Prentað upp.