Ferill 390. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 390 . mál.


1126. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um reynslusveitarfélög, nr. 82/1994.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til fundar Önnu Guðrúnu Björnsdóttur og Þorgerði Benediktsdóttur frá félagsmálaráðuneyti, Oddrúnu Kristjánsdóttur frá Atvinnumiðlun Reykjavíkurborgar, Ellert Eiríksson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Ástráð Haraldsson og Ásmund Hilmarsson frá Alþýðusambandi Íslands, Guðrúnu Halldórsdóttur frá Námsflokkum Reykjavíkur, Margréti Tómasdóttur frá Atvinnuleysistryggingasjóði og Einar Jónsson og Gísla Gíslason frá Húsnæðisstofnun.
    Í frumvarpinu er annars vegar lagt til að heimilt verði að víkja frá kaupskyldu og forkaupsrétti sveitarfélaga að félagslegum íbúðum þegar ákveðin tilraunaverkefni eiga í hlut. Hins vegar er lagt til að heimilt verði að víkja frá ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993, með síðari breytingum, þannig að atvinnulausir geti stundað námskeið eða annað nám, sem varir lengur en í átta vikur, á bótum og að víkja frá því ákvæði laganna sem kveður á um að umsækjandi um starf skuli skrá sig vikulega hjá vinnumiðlun að viðlögðum missi bótaréttar.
    Nefndin mælir með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Kristján Pálsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 29. maí 1996.



Kristín Ástgeirsdóttir,

Magnús Stefánsson.

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.



Arnbjörg Sveinsdóttir.

Pétur H. Blöndal.

Arnþrúður Karlsdóttir.



Rannveig Guðmundsdóttir.

Bryndís Hlöðversdóttir.