Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Þriðjudaginn 28. janúar 1997, kl. 14:28:36 (2777)

1997-01-28 14:28:36# 121. lþ. 56.2 fundur 256. mál: #A varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum# (heildarlög) frv., forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur

[14:28]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þingmönnum fyrir undirtektir við frv. þetta og vænti þess að það megi fá góða athugun og eins hraða og eðlilegt er í gegnum þingið. Ég tel að umhvn. geti tekið þær athugasemdir til athugunar sem hér hafa fram komið og ég þurfi ekki út af fyrir sig að fjalla um þær. Ég er þeirrar skoðunar að það sé augljóst að hér eigi að vera um samábyrgð þjóðarinnar að ræða. Ég reyndar tel að íbúar landsins hafi greitt óbeint um það atkvæði við söfnunarátakið fyrir Flateyri og Súðavík þegar safnaðist vel á sjötta hundrað millj. kr. á 24 eða 30 tímum eða svo. Ég tel því að þjóðin hafi sýnt að þegar við slíka vá er að eiga þá á þjóðin að taka á því máli sameiginlega og hún vill hafa það þannig. Að öðru leyti þakka ég fyrir þær umræður sem hér hafa átt sér stað.