Samningsveð

Fimmtudaginn 30. janúar 1997, kl. 10:42:44 (2862)

1997-01-30 10:42:44# 121. lþ. 59.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 59. fundur

[10:42]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Aðeins meira um veðsetningu aflaheimilda. Er það þá rétt skilið sem fram kom í máli ráðherrans að samkvæmt fyrri frv. hafi verið gert ráð fyrir því að veðsetja mætti skip með aflaheimildum? Nú sé staðan hins vegar sú að aflaheimildirnar séu alltaf veðsettar um leið og skipið nema sérstaklega sé kveðið á um annað í þinglýstum samningi? Að munurinn sé sem sagt þessi að veðsetja mátti þau með aflaheimildum en nú sé veiðiheimildin alltaf veðsett nema sérstaklega sé kveðið á um annað?