Evrópska myntbandalagið

Mánudaginn 03. febrúar 1997, kl. 15:04:43 (2980)

1997-02-03 15:04:43# 121. lþ. 60.2 fundur 168#B evrópska myntbandalagið# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur

[15:04]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Nú bendir allt til þess að Evrópusambandið muni innan skamms taka upp sameiginlegan gjaldmiðil þó svo virðist sem fæst aðildarríkin uppfylli sett skilyrði og einnig að mikil andstaða er innan einstakra ríkja við aðild að myntbandalaginu.

Það er ljóst að nýr og samræmdur gjaldmiðill meðal helstu viðskiptaþjóða Íslendinga mun hafa nokkur áhrif á íslenskt efnahagslíf og því spyr ég hæstv. forsrh.: Er hafin skoðun á áhrifum evrópska myntbandalagsins á íslenskt efnahagslíf af hálfu ríkisstjórnarinnar og einnig því hvernig við skuli brugðist? Ef svo er ekki, hyggst forsrh. beita sér fyrir slíkri úttekt á næstunni?