Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 18:12:15 (3327)

1997-02-11 18:12:15# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., Frsm. minni hluta SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[18:12]

Frsm. minni hluta iðnn. (Svavar Gestsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir það mikla traust sem hann ber til mín að ég svari hérna fyrir borgarstjórann í einu og öllu í þessu máli en það er misskilningur að ég geri það. Þó get ég reynt að klóra í bakkann. Gallinn við bókunina sem hv. þm. er að vitna í er að hún ónýt. Það stendur ekkert í henni að um sé að ræða forgangsverkefni að öðru leyti en því að raunverð á raforku geti lækkað eftir aldamót, það er allt. Það er engin frétt. Þess vegna tel ég að ef hv. þm. trúir þessu þá hafi hann látið blekkja sig og mér þykir leiðinlegt til þess að vita.