Landsvirkjun

Þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 18:40:05 (3338)

1997-02-11 18:40:05# 121. lþ. 67.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur

[18:40]

Frsm. 1. minni hluta iðnn. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það mætti halda af orðum hv. þm. að hann sé andvígur þessari brtt. sem ég hélt að víðtæk sátt væri um og til að mynda hv. þm. Svavar Gestsson stendur að. Hv. þm. orðaði það svo að með þessu sé verið að kalla fram breytingar í orkumálunum sem stuðli að aukinni samkeppni. Ég held að Samkeppnisstofnun sem slík geti ekki kallað fram þær breytingar. Ég held að svo hljóti að vera. Það er auðvitað Alþingi sem þarf að fjalla um þær breytingar og samþykkja, ef af verður. Ég ítreka að varðandi framtíðarskipan þessara mála þá liggur fyrir hver sú stefna er sem við jafnaðarmenn viljum sjá í þessu og hún liggur fyrir alveg afdráttarlaus og skýr í nefndaráliti 1. minni hluta sem kynnt var við 2. umr. málsins.