Landsvirkjun

Miðvikudaginn 12. febrúar 1997, kl. 15:08:25 (3428)

1997-02-12 15:08:25# 121. lþ. 69.1 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., TIO (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 69. fundur

[15:08]

Tómas Ingi Olrich:

Virðulegi forseti. Með lagafrv. eins og það liggur nú fyrir og því samkomulagi eigenda Landsvirkjunar um lækkun raforkuverðs og um arðgreiðslur til eigendanna, ásamt yfirlýsingu iðnrh. um ráðstöfun arðs sem ríkinu er greiddur, er fundin viðunandi lausn á viðkvæmu deilumáli. Sú lausn tryggir jafnframt hagsmuni þeirra raforkuneytenda sem búa utan þeirra tveggja sveitarfélaga sem eru meðeigendur í Landsvirkjun. Því segi ég já.