Meðferð yfirvalda á máli Hanes-hjónanna

Fimmtudaginn 13. febrúar 1997, kl. 13:49:43 (3480)

1997-02-13 13:49:43# 121. lþ. 70.96 fundur 189#B meðferð yfirvalda á máli Hanes-hjónanna# (umræður utan dagskrár), KHG
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur

[13:49]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það kemur ótvírætt fram í úrskurði Hæstaréttar að ráðuneytið hafi svipt varnaraðila rétti sínum til að leggja málið eða ágreininginn í dóm Hæstaréttar. Hæstiréttur segir: ,,Þau áttu þennan rétt að vísa málinu til Hæstaréttar.`` Og enn fremur segir Hæstiréttur að þessi meðferð ráðuneytisins eigi sér enga stoð í lögum. Þetta er mjög alvarlegur áfellisdómur Hæstaréttar yfir dómsmrn. sem ég held að hæstv. dómsmrh. verði að taka mjög alvarlega. Mér hnykkti nokkuð við þegar ég heyrði hann segja það í svari sínu hér áðan að það væru engar lagaforsendur fyrir íslenska dómstóla til að hafa afskipti af þessu máli. Hvað er hæstv. dómsmrh. að segja eftir þennan dóm Hæstaréttar? Hann er að segja við Hæstarétt: Ég tek ekki mark á ykkur. Getur dómsmrh. í lýðræðisríki sagt við hæstarétt landsins: Ég tek ekki mark á ykkur, dómur ykkar er vitlaus? Það er ekki hægt. Ég fer fram á það að hæstv. dómsmrh. taki aftur þessi ummæli sín gagnvart Hæstarétti.