Samanburður á launakjörum iðnaðarmanna

Miðvikudaginn 19. febrúar 1997, kl. 14:37:04 (3716)

1997-02-19 14:37:04# 121. lþ. 73.5 fundur 329. mál: #A samburður á launakjörum iðnaðarmanna# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur

[14:37]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að það er vikilega sætt af hv. samþingmanni hæstv. ráðherra að gefa honum tækifæri til að fara hér fram sem sérstakur markaðsfulltrúi Ísals. Ég efast um að fastráðinn starfsmaður Ísals hefði gert þetta betur en hæstv. ráðherra. En gaman væri ef hæstv. ráðherra færi í seinni hluta svarsins jafnskýrt yfir starfskjör iðnaðarmanna hjá ríkinu, einstakra ríkisstofnana, ég nefni stórar ríkisstofnanir eins og Ríkisspítalana, Póst og síma og fleiri. Ég er sannfærð um að þessi sérstaki áhugamaður um starfskjör iðnaðarmanna getur á sama hátt farið yfir launagreiðslur til einstakra starfsmanna ríkisins og mun þá örugglega dreifa hér á borð þingmanna upplýsingum um starfskjör í íslenskum fyrirtækjum. Þetta er eins og einhver látbragðsleikur hér.