Biðlistar í heilbrigðisþjónustu

Fimmtudaginn 20. febrúar 1997, kl. 12:14:28 (3771)

1997-02-20 12:14:28# 121. lþ. 75.6 fundur 210. mál: #A biðlistar í heilbrigðisþjónustu# þál., ÖS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur

[12:14]

Össur Skarphéðinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér finnst þessi umræða hafi þróast þannig að það sé ekki hægt að halda henni fram nema hæstv. heilbrrh. verði kvödd hingað í salinn. Hér hefur komið fram að verulegur ágreiningur er innan stjórnarliðsins og hv. þm. Siv Friðleifsdóttir hefur sagt að ekki sé um neitt að ræða annað heldur en vantraust á heilbrrn., starf þess og ráðherra. Og hverjir eru það, herra forseti, sem bera fram þetta vantraust að dómi hv. þm.? Það eru þingmenn Sjálfstfl. Ég held því að ekki sé hægt að halda þessari umræðu áfram nema hæstv. heilbrrh. komi hingað í salinn og við fáum álit hennar á þessu máli vegna þess að það hlýtur að hafa áhrif á hvaða afstöðu þingmenn taka.