Tilkynning um dagskrá

Mánudaginn 24. febrúar 1997, kl. 15:03:36 (3830)

1997-02-24 15:03:36# 121. lþ. 76.91 fundur 204#B tilkynning um dagskrá#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur

[15:03]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill tilkynna að að loknum atkvæðagreiðslum um 12 fyrstu dagskrármálin fer fram utandagskrárumræða um fjárveitingar til rannsóknarnefndar sjóslysa. Málshefjandi er Kristinn H. Gunnarsson og samgrh. verður til andsvara. Þetta er hálftíma umræða. Að henni lokinni fer fram önnur utandagskrárumræða um varúðarráðstafanir vegna hættu á smiti búfjársjúkdóma. Málshefjandi Sigríður Jóhannesdóttir og landbrh. verður til andsvara. Það er einnig hálftíma umræða.