Atvinnuleysistryggingar

Þriðjudaginn 25. febrúar 1997, kl. 17:53:36 (3923)

1997-02-25 17:53:36# 121. lþ. 77.8 fundur 171. mál: #A atvinnuleysistryggingar# (heildarlög) frv., 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur

[17:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel það heldur til prýði á þessu fylgiskjali sem hér var ljósritað að á því skuli vera nafn míns ágæta starfsmanns Hólmfríðar Sveinsdóttur sem ég er alveg sammála hv. þm. að er ágætur starfsmaður, það best ég veit. Hún hefur einn kost sem er alveg ómetanlegur hún hefur pólitískan áhuga. Hún er að vísu mjög öflugur jafnaðarmaður eða krati og reyndar orðin í forustu fyrir einhverju félagi sem heitir Gróska, en ég tel það prýði á starfsmönnum ráðuneytisins ef þeir beita sér í pólitík. Það gildir einu þótt þeir séu ekki í mínum flokki. Í ráðuneytinu vinnur fólk úr öllum flokkum, það best ég veit, og ég hef beinlínis sóst eftir fólki við nýráðningar sem hefur starfað í stjórnmálum því ég tel að af því hafi það mikinn þroska og lærdóm.