Vinnumarkaðsaðgerðir

Miðvikudaginn 26. febrúar 1997, kl. 18:41:22 (4013)

1997-02-26 18:41:22# 121. lþ. 79.3 fundur 172. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# frv., SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur

[18:41]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það er afar sérkennilegt að ætla að flytja vinnumiðlun frá sveitarfélögum og stofna utan um það verkefni mikla ríkisstofnun með miðstýringarmöguleikum. Það er grundvallarafstaða þingflokks jafnaðarmanna að efla eigi sveitarfélögin og styðja til að taka að sér fleiri verkefni, ekki síst þau sem kalla á sérþekkingu, staðarþekkingu, en þetta er einmitt eitt slíkra. Við munum því greiða atkvæði gegn 3. gr. þar sem ríkisstofnunin mikla er staðfest en sitja hjá við aðrar greinar frv. Ég segi nei við 3. gr.