Orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis

Miðvikudaginn 05. mars 1997, kl. 13:56:40 (4208)

1997-03-05 13:56:40# 121. lþ. 85.8 fundur 340. mál: #A orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis# skýrsl, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur

[13:56]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Áður en þessi umræða hefst vill forseti geta þess að samkomulag er um það milli forseta og formanna þingflokka, sbr. 2. mgr. 72. gr. þingskapa, að ræðutími um skýrsluna verði sem hér segir: Ráðherra hafi allt að 15 mínútur til framsögu og allt að 5 mínútur í lok umræðunnar. Talsmenn þingflokka annarra en ráðherrans hafi allt að 10 mínútur. Aðrir þingmenn og ráðherra allt að 5 mínútur. Hver þingmaður og ráðherra má tala tvisvar og þá allt að 5 mínútum í síðara sinn. Andsvör verða ekki leyfð. Gert er ráð fyrir að umræðan geti staðið í allt að tvær til tvær og hálfa klukkustund og því gæti svo farið að fundurinn stæði eitthvað fram yfir kl. fjögur, þ.e. fram yfir hefðbundinn fundartíma þingflokka.

Áður en lengra er haldið með 8. dagskrármálið vill forseti geta þess að fram hafa komið óskir um það að þrátt fyrir að þegar hafi verið tilkynnt að atkvæðagreiðslur verði í lok fundarins, áður en þingflokksfundir hefjist, þá verði því nú breytt og atkvæðagreiðslur fari fram nú þegar. Í trausti þess að ekki séu gerðar alvarlegar athugasemdir við þessa breytingu á okkar verkáætlun í dag, þá frestar forseti 8. dagskrármálinu og verður þá gengið til atkvæðagreiðslu um 1.--7. dagskrármál.