Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 11. mars 1997, kl. 18:08:21 (4304)

1997-03-11 18:08:21# 121. lþ. 87.5 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur

[18:08]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Í rauninni eru náttúrlega, hæstv. forseti, svona yfirlýsingar hv. þm. bæði skaðlegar og til skammar, að lýsa því yfir að það séu lík í lestinni o.s.frv. Sjálfur sat þessi hv. þm. ekki nema eitt ár í bankaráði Íslandsbanka en mér finnst þessar yfirlýsingar hv. þm. ekki til fyrirmyndar.

Ég minntist á þessa 20 þúsund Íslendinga sem keyptu hlutabréf. Ég tel það fagnaðarefni. Ég tel að þeir hafi komið íslensku atvinnulífi mjög til styrktar. Þeir hafa að vísu notið skattafsláttar út á þessi kaup sín og ég vil ekki að þessir Íslendingar verði teknir frá atvinnulífinu og fari að fjárfesta bara í bönkunum. Ég vil segja eins og Landsbankinn, hann þarf sjálfsagt og örugglega á auknu á eigin fé að halda, að einhverjir mundi vilja styrkja það fyrirtæki því slíkt þjónustufyrirtæki er hann nú við almenning og atvinnulíf á Íslandi. Ég er í engum vafa, hv. þm., að margir mundu vilja, eins og ég sagði áðan, láta Búnaðarbankann varðveita eignir fyrir sig.