Sláturkostnaður

Miðvikudaginn 12. mars 1997, kl. 13:58:21 (4332)

1997-03-12 13:58:21# 121. lþ. 88.2 fundur 379. mál: #A sláturkostnaður# fsp. (til munnl.) frá landbrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur

[13:58]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir það sem mér fannst koma fram hjá hv. fyrirspyrjanda að sláturkostnaður í landinu er allt of hár. Það nær ekki nokkurri átt þegar bændur geta ekki lifað af þeim hluta sem þeir fá til sín af verði kindakjöts, að sláturkostnaður sé eins og hér hefur verið. Umfangsmiklar aðgerðir hafa verið gerðar að því er sagt var til að lækka sláturkostnað í landinu. Sláturhúsum var fækkað mjög mikið og það var sársaukafullt víða fyrir ýmis byggðarlög. Sagt var að það væri til að lækka þennan sláturkostnað, en það virðist ekki hafa skilað sér. Mér finnst mjög brýnt að þetta verði tekið föstum tökum og einhverjar aðgerðir gerðar sem virkilega duga í þessum málum því að við svo búið má ekki standa.