Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Fimmtudaginn 13. mars 1997, kl. 22:07:42 (4482)

1997-03-13 22:07:42# 121. lþ. 90.3 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins# frv., 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., GMS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur

[22:07]

Gunnlaugur M. Sigmundsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því að það er æðimikill munur á því í kostnaði hvort banki er að veita langtímalán, lán til margra ára eða hvort menn eru að veita smálán. Það er bara í rauninni allt annar hlutur og ekki hægt að bera saman við meðalvaxtamismun í banka það sem við erum að tala um hér. En hér er staðfest að vaxtamunur Iðnlánasjóðs er 1,8% eða svipað og á að vera í þessum nýja banka. Því spyr ég: Til hvers erum við að þessu ef það er ekki til þess að ná niður lántökukostnaði þeirra sem eiga að bera uppi þessi vaxtakjör?