Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 12:31:54 (4822)

1997-03-21 12:31:54# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[12:31]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta sem kom hér fram. er að sjálfsögðu ekki rétt. Framsfl. er að standa við kosningaloforð sín. Við erum að ná niður halla á ríkissjóð, skapa hér fjölmörg störf. Það er verið að lækka skatta og svona er hægt að halda lengi áfram.

Varðandi hlut kvenna í Framsfl. þá er það heldur ekki rétt sem kom fram hér áðan. Konur hafa átt ákveðnu fylgi að fagna í Framsfl. Við erum með kvenráðherra, þann eina. Við erum með konu sem formann þingflokksins. Og ég get nefnt sem dæmi að hæstv. heilbrrh. er með hæsta hlutfall kvenna í nefndum á vegum ráðuneytis síns og þar er hlutfallið komið upp í tæp 50%. Þetta er afar jákvætt enda sjáum við það þegar konur komast til valda þá fylgja þeim miklu fleiri konur. Og af því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson var að mæra sig af því að hafa staðið með hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur hér í ýmsum málum, þá vil ég bara minna á það að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir flúði Alþfl., svona leið þeirri konu þar.