Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 12:42:21 (4825)

1997-03-21 12:42:21# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[12:42]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. þm. Péturs Blöndals þá langar mig að geta þess að sú hugljómun sem hann deildi með okkur þingmönnum sem eru viðstaddir þessa umræðu um fæðingarorlof hefur verið fleirum hugleikin og minnist ég þess einmitt úr Tryggingastofnun að til mín hafi komið foreldrar með viðlíka hugmyndir. Minnist ég sérstaklega móður sem var verktaki og þurfti því að sinna starfi sínu. Önnur var sjálfstætt starfandi með fyrirtæki og þurfti að sinna starfi sínu eðlis þess vegna að hluta til í fæðingarorlofi. Hún átti ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum samkvæmt íslenskum lögum í dag með því að sinna að hluta til starfi. Þess vegna vildi ég gjarnan spyrja hv. þm. hvort hann hafi í hyggju að breyta lögum þannig að mönnum verði unnt að sinna börnum sínum eins og hann lýsti hér í sinni hugljómun.