Fæðingarorlof

Föstudaginn 21. mars 1997, kl. 13:05:59 (4839)

1997-03-21 13:05:59# 121. lþ. 96.7 fundur 453. mál: #A fæðingarorlof# (veikindi móður eða barns o.fl.) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur

[13:05]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er hjartanlega sammála hæstv. ráðherra. Það þarf að bæta margt. Og það hefur komið fram í máli mínu að ég fagna öllum þeim úrbótum sem koma fram í frv. en ég tel að það þurfi að taka á ferðareglunum. Þær er hægt að bæta með reglugerð. Ég tel að það verði að bæta úr því því það er svo mikið óréttlætismál sem þar er á ferðinni og úr því að verið er að vinna að réttarbótum fyrir foreldra sjúkra barna þá tel ég að þetta þurfi að koma fram hjá hæstv. ráðherra: Hyggst hann ráða bót á þessum óréttlátu reglum sem bitna á foreldrum sem eru í fæðingarorlofi, foreldrum fyrirbura, foreldrum fjölbura? Þetta eru verulega óréttlátar reglur, eins og ég sagði áðan.