Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 11:53:45 (4922)

1997-04-03 11:53:45# 121. lþ. 98.5 fundur 493. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (heildarlög) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[11:53]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 5. þm. Vestf. vék hér að heimildum til dragnótaveiða. Ég vil aðeins árétta það sem fram kemur í frv. að gert er ráð fyrir því að það þurfi ekki sérstakt leyfi til dragnótaveiða á þeim svæðum sem almennt eru opin fyrir togveiðarfæri. Hins vegar þurfi slíkt leyfi innan þeirra svæða og þau verða þá bundin við skip sem eru undir tilteknum mörkum.