Háskólar

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 21:26:35 (5214)

1997-04-15 21:26:35# 121. lþ. 102.10 fundur 533. mál: #A háskólar# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[21:26]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þau orð hv. þm. Sigríðar Jóhannesdóttur að þetta frv. er allrar athygli vert og var nauðsynlegt að skilgreina betur hlutverk háskólanna en gert hefur verið.

En það er þó ein spurning sem ég vildi varpa til hæstv. ráðherra og hún er: Hversu marga háskóla, sem standa undir nafni, telur hæstv. ráðherra að við getum rekið í okkar samfélagi, með þá fjármuni sem við höfum til ráðstöfunar og eru inni í skólakerfinu?