Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 17. apríl 1997, kl. 16:07:11 (5362)

1997-04-17 16:07:11# 121. lþ. 105.1 fundur 288#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[16:07]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. utanrrh. fyrir orð hans hér um mikilvægi þessa samnings. Ég er honum alveg sammála um að meginástæðan fyrir því að mál af þessu tagi dragast úr hömlu er að við höfum takmarkaða möguleika á að sinna verkefni af þessu tagi. Ég treysti honum fyllilega til þess að ýta undir að þessi samningur verði fullgiltur. Að því er hann sagði um skilning þjóðarinnar á mikilvægi NATO þá hygg ég að þjóðin hafi fullan skilning á mikilvægi Atlantshafsbandalagsins. Það eru að vísu enn þá hér inni á þingi einstaka fulltrúar sem ekki skilja mikilvægi Atlantshafsbandalagsins. Það er svolítið annars eðlis.