Breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 10:51:46 (5407)

1997-04-18 10:51:46# 121. lþ. 106.92 fundur 293#B breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[10:51]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég get nú stytt mál mitt eftir þessar nýjustu upplýsingar sem komnar eru frá hæstv. forseta um að fundi þingflokksformanna verði flýtt, en ég vil taka undir þau mótmæli sem hér hafa komið fram af hálfu þingmanna stjórnarandstöðu um vinnubrögð þingsins. Ég minnist þess þegar þegar hv. formaður efh.- og viðskn. lýsti því yfir á sínum tíma í beinni útsendingu frá Brussel á enskri tungu að til stæði að lögfesta hér í þinginu ný lög um áfengisdreifingu á Íslandi og þótti mörgum nóg um. Og ég vil taka undir mótmæli gegn vinnubrögðum og yfirlýsingum af hálfu stjórnarþingmanna í fjölmiðlum um tímasetningu varðandi vinnubrögð Alþingis. Að lokum vil ég fagna því að hæstv. forseti ætlar að verða við kröfum um að flýta fyrirhuguðum fundi formanna þingflokkanna.