Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Mánudaginn 21. apríl 1997, kl. 18:02:36 (5551)

1997-04-21 18:02:36# 121. lþ. 108.6 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[18:02]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka það fram í upphafi að ég er að mestu leyti sammála því sem fram kom í máli hv. þm. Jóns Baldvins Hannibalssonar en mig langar til að spyrja út í eitt sem fram kom í hans máli. Það er varðandi það atriði að hann lagði nokkra áherslu á að reyna að tryggja erlenda eignaraðild, eins og segir í nefndaráliti. Ég fæ ekki séð að ef ráðherra ákveður að auka hlutafé bankanna, eins og hann mun hafa heimild til samkvæmt lögunum, sé neitt sem mæli gegn því að erlendir aðilar komi þar að. Eða hvernig sér hv. þm. fyrir sér að hægt sé að tryggja erlenda eignaraðild? Er það hægt með öðrum hætti en þeim að hlutabréfin í þessum tveim bönkum verði eiguleg til kaups?