Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 13:58:56 (5593)

1997-04-22 13:58:56# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[13:58]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hér er til atkvæða lítil tillaga um það að fulltrúar starfsfólks bankanna, Búnaðarbankans og Landsbankans, fái að fylgjast með því hvernig svokölluð hlutafélagavæðing verður undirbúin. Þetta er tillaga um að fólkið fái að fylgjast með því hvernig hlutafélagavæðingin verður undirbúin og ekkert annað. Ég hef heyrt að þó nokkrir þingmenn, Framsfl. þar á meðal, hafa sagt nei við þessari sjálfsögðu tillögu. Ég segi já við henni vegna þess að þetta eru lágmarksmannréttindi sem verið er að fara fram á fyrir starfsmenn bankanna.