Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:12:23 (5601)

1997-04-22 14:12:23# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:12]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er lagt til að starfsmenn fái einn áheyrnarfulltrúa í bankaráð. Í samhengi kemur það þannig út að sex manns mundu skipa þetta bankaráð, fimm skipaðir af ráðherra og einn tilnefndur af starfsmannafélögum sem áheyrnarfulltrúi. Þetta er að okkar mati eðlileg tillaga, í samræmi við þróun erlendis og studd af starfsmannafélögum Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Þetta er liður í atvinnulýðræði sem er að okkar mati nauðsynlegur þáttur í atvinnulífinu og brýnt að taka af skarið með tillögu sem þessari. Ég styð því þessa brtt. og við teljum hana vera eðlilega, sérstaklega eftir að bönkunum hefur verið breytt í hlutafélög eins og hér er verið að ákveða.