Könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu

Þriðjudaginn 06. maí 1997, kl. 16:36:54 (5914)

1997-05-06 16:36:54# 121. lþ. 117.16 fundur 86. mál: #A könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu# þál., Frsm. VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur

[16:36]

Frsm. sjútvn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Það er mér sérstök ánægja að mæla hér fyrir nál. frá sjútvn. um till. til þál. um tilraunavinnslu á kalkþörungum í Húnaflóa og Arnarfirði.

Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Hafrannsóknastofnuninni og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Nefndin leggur til að tillgr. orðist þannig:

Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að láta kanna hagkvæmni mögulegrar kalkþörungavinnslu á helstu útbreiðslusvæðum þeirra, svo sem í Húnaflóa og Arnarfirði.

Fyrirsögn tillögunnar verði: Till. til þál. um könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu.

Guðný Guðbjörnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Undir þetta ritar gjörvöll sjútvn.