Samræming á starfsemi og framkvæmdum ríkisins

Miðvikudaginn 07. maí 1997, kl. 13:52:35 (5944)

1997-05-07 13:52:35# 121. lþ. 118.2 fundur 586. mál: #A samræming á starfsemi og framkvæmdum ríkisins# fsp. (til munnl.) frá forsrh., forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 118. fundur

[13:52]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Í framhaldi af þessum athugasemdum sem þarna var lýst voru þær teknar fyrir á ríkisstjórnarfundi, kynntar sérstaklega og fundið að því að ráðuneytin stæðu ekki betur í stykki gagnvart samvinnu við Byggðastofnun að þessu leyti til og þá aðila sem að slíkum áætlunum eru að vinna því að gagnsemi þeirra verður mun minni ef þau fá ekki haldgóðar og traustar upplýsingar frá ráðuneytunum. Ég treysti því þess vegna að þessar ábendingar og athugasemdir sem því miður voru réttmætar leiði til þess að í framtíðinni verði ráðuneytin skilvirkari og afdráttarlausari og betri í svörum gagnvart þeim aðilum sem eru að vinna að þessum málum en þarna var reyndin.