Skipan prestakalla

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 14:41:38 (6007)

1997-05-09 14:41:38# 121. lþ. 120.11 fundur 241. mál: #A skipan prestakalla# (starfsþjálfun guðfræðikandídata) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[14:41]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það er fyrst til að taka að ég átti nú ekki við það að ekki væri ástæða til að mennta kandídata vel. Og það að ég hefði hugsanlega lent í vandræðum með kandídat í fjóra mánuði, sem ég hafði í tvo mánuði --- hann kunni þetta orðið ágætlega og ég vildi taka það skýrt fram að ég þurfti ekki lengri tíma en tvo mánuði til að kenna honum það sem ég átti að kenna.

En varðandi kirkjumálasjóðinn þá er hann fjármagnaður þannig að það er tekinn hlutur sóknargjalda til þeirra verkefna sem hann á að sinna.