Skipan prestakalla og prófastsdæma

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 15:28:51 (6030)

1997-05-09 15:28:51# 121. lþ. 120.12 fundur 591. mál: #A skipan prestakalla og prófastsdæma# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[15:28]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. sagði. Ég held að við eigum að fela kirkjunni þessi málefni. Það er verið að gera það með stóra frv. og ég sé það alveg og viðurkenni að hér er um bráðabirgðaráðstafanir að ræða, bæði hvað varðar Skálholt og Grafarvog. Mér er kunnugt um að það hefur verið stefnan innan kirkjunnar að vera ekki með tvo presta í fullu starfi í sókninni heldur að ráða frekar aðstoðarpresta, hvernig sem á þeirri stefnu stendur. Ég ítreka bara stuðning minn við þetta frv.