Umferðarlög

Föstudaginn 09. maí 1997, kl. 17:34:30 (6063)

1997-05-09 17:34:30# 121. lþ. 120.15 fundur 61. mál: #A umferðarlög# (hlífðarhjálmar fyrir hjólreiðar) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 120. fundur

[17:34]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Vegna orða hv. þm. verður forseti að játa að hv. þm. virðist vita meira en forseti um fundahöld tiltekinna stjórnmálaflokka. Eftir því sem forseti best veit er formlegur fundur tiltekins stjórnmálaflokks í fyrramálið en ekki í dag. Aðrir kunna kannski betri skil á því. En hér er málum þannig háttað að hæstv. ráðherra viðkomandi málaflokks er hér við umræðuna, hv. formaður viðkomandi þingnefndar sömuleiðis og að því leytinu til álítur forseti þinglega rétt að málinu staðið þannig að forseta er ekkert að vanbúnaði að halda áfram þeirri umræðu sem nú er yfirstandandi vegna 15. dagskrármálsins.