Áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 21:34:50 (6173)

1997-05-12 21:34:50# 121. lþ. 122.27 fundur 315. mál: #A áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010# þál., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[21:34]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að taka undir það sem hér kemur fram í tillögu hv. þm. til þál. um að könnuð verði áhrif breyttra hlutfalla aldurshópa eftir árið 2010. Í þessari tillögu kemur hins vegar fram að það er skorað á ríkisstjórnina að koma á fót sérstökum vinnuhópi sérfræðinga og þeir eiga að kanna áhrif þeirra breytinga á aldurssamsetningu sem eru fyrirsjáanlegar, m.a. á heilbrigðiskerfið. Ég vildi þess vegna varpa þeirri fyrirspurn til hv. þm. Ísólfs Gylfa Pálmasonar hvort það beri að skilja þessa tillögu sem dubúna gagnrýni á hæstv. heilbrrh. því ætla mætti að fyrst Framsfl. fer með þennan málaflokk, þá hefði hann og jafnvel hv. þm. Ísólfur Gylfi Pálmasonar sjálfur haft hæg heimatökin að koma því svo fyrir að hæstv. heilbrrh. kæmi á fót þessum vinnuhópi. Mér finnst þess vegna dálítið skrýtið, af því að þetta er nú stjórnarliði og framsóknarmaður, að það þurfi sérstaka þáltill. til þess að koma þessu í gegn. Ber að skilja þetta sem sagt þannig, hæstv. forseti, að það sé einhver andstaða hjá hæstv. heilbrrh. við að kanna þetta?