Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 17:10:50 (6344)

1997-05-13 17:10:50# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[17:10]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Við þessu er einfalt svar. Það er löggjöfin. Hún segir að maður sé sjálfráða 16 ára og þar með verður hann sjálfráða og ábyrgur sinna gerða. Þess vegna eru íslensk ungmenn frjálslegri, sjálfstæðari, duglegri og ábyrgari heldur en ungmenni flestra annarra þjóða vegna þess að þau eru gerð ábyrg með lagasetningum. En einmitt með því að taka ábyrgðina af einstaklingnum, með því að hafa vit fyrir honum, með því að hafa forræðishyggju í heiðri með löggjöf, þá breytir maður þessum 17 ára júdókappa í Japan eða Bandaríkjunum í barn þó að hann sé í raun fullorðinn maður og langt í frá í mínum huga að vera barn.