Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 18:09:52 (6362)

1997-05-13 18:09:52# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., ÁRÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[18:09]

Árni R. Árnason (andsvar):

Herra forseti. Í lok umræðunnar vil ég nota þetta form til þess að koma því á framfæri sem ég tel rétt og virðingarvert að stjórn á störfum nefndarinnar hefur verið með miklum ágætum. Ég tel að þau sjónarmið sem þar hafa mótast eða verið mótuð fyrir hafi fengið að koma fram, við höfum fengið að sækja þær upplýsingar sem við höfum þurft á að halda og þó að svo hafi til tekist að við séum enn ósammála og föllumst ekki á rök hvers annars, þá hljótum við að geta virt hvert annað fyrir málefnalega og faglega vinnu.