Framhald atkvæðagreiðslna

Miðvikudaginn 14. maí 1997, kl. 15:04:16 (6500)

1997-05-14 15:04:16# 121. lþ. 124.92 fundur 334#B framhald atkvæðagreiðslna# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur

[15:04]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti skilur það að erfitt er að halda langa fundi, og ekki samkvæmt venju, þegar útvarps- og sjónvarpsumræður eru að kvöldi en forseti metur það nú svo að atkvæðagreiðslur sem eftir eru taki varla meira en 15--20 mínútur. Það er samkomulag um hvernig atkvæðagreiðslunni er hagað í hinum stærri málum. Ef það reynist rangt þá er forseti reiðubúinn að endurmeta áætlunina um að halda áfram og ljúka atkvæðagreiðslunum. Forseti óskar eindregið eftir góðu samstarfi um það.